Home The lodge About us Where to go Contact us

 

Velkomin til Carrabee Lodge Bed & Breakfast, eigendur staðarins, hjónin Gauti og Jacqueline (Jackie) munu taka vel á móti ykkur.

Við bjóðum dvöl í tveggja manna herbergjum og er enskur morgunverður innifalinn, einnig geta gestir pantað kvöldverð (indverskur kvöldverður).

Umhverfi Carrabee Lodge er afar gróðursælt, friðsælt og afslappandi. Umhverfis húsið er rúmgóð verönd með borðum og stólum og ef fólk vill grilla er tilvalin aðstaða til þess.

Húsnæðið er á tveimur hæðum, gamall og nýr hluti, eldri hlutinn er u.þ.b. 110 ára en sá nýi u.þ.b. 10 ára. Við bjóðum upp á fimm svefnherbergi, þar af þrjú með hjónarúmi og tvö með tveimur einstaklings rúmum. Herbergin eru öll ný og eru sturta og salerni í fjórum herbergjum. Í hverju herbergi er stafrænt sjónvarp með um 30 sjónvarpsrásum og 20 útvarpsrásum.

Frá bæði Heathrow og Gatwick flugvöllum er u.þ.b. 1 klst. akstur.

 

© Copyright 2005. Carrabee Lodge, All rights reserved. - Designed by Web-Error